Polish
Deutsch
Svenska
Dansk
English
Íslenska

Músík Express

Út með þessa músík!

Markmið

Iceland Express hefur allt frá árinu 2003 unnið með og stutt fjölda íslenskra tónlistarmanna. Hjá félaginu ríkir áhugi á framgangi íslenskrar tónlistar og skilningur á framlagi hennar til kynningar á landi og þjóð og þar með til ferðaþjónustunnar. Þá hefur fjöldi tónlistarmanna haft frumkvæði að samstarfi við Iceland Express í gegnum tíðina.

Lengi hefur staðið til að finna þessum sameiginlega áhuga Iceland Express og tónlistarmanna  farveg og um leið gefa sem flestum tónlistarmönnum tækifæri til  að kynna hugmyndir sínar.

Iceland Express setti á fót Norðrið með ÚTÓN (Útlfutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar) sem var starfrækt árin 2009 og 2010. Í framhaldinu var ákveðið að stækka verkefnið og láta það nýtast á öllum áfangastöðum flugfélagsins. Útkoman er Músík Express.

Músík Express er tónlistarverkefni Iceland Express og er hlutverk þess að vinna með íslensku tónlistarfólki við að koma tónlist sinni á framfæri í útlöndum og vekja athygli á öflugri tónilstarsenu þar sem Björk og Sigur Rós eru bara toppurinn á ísjakanum.

Úthlutun

- Úthlutað er allt að átta flugmiðum í hvert verkefni og gildir hver miði á flug fram og til baka til áfangastaða Iceland Express (ekki er nauðsynlegt að fljúga heim frá sama áfangastað og flogið er til)
- Samstarfsaðilar félagsins greiða flugvallarskatta og eldsneytisgjöld.
- Framlag Iceland Express nær til tónlistarmanna eða hljómsveita auk eins starfsmanns en til viðbótar geta samstarfsaðilar keypt allt að tvo miða á svo kölluðum stórnotendakjörum Iceland Express.
- Hvert verkefni fær einnig úthlutað yfirvigt, allt að 200 kg. skv. nánara samkomulagi.

Músík Express vill veita tónlistarfólki aukið frelsi til að athafna sig á erlendri grundu og því gilda engar reglur um  hversu oft tónlistarmenn geta óskað eftir samstarfi við Músík Express. Músík Express er auk þess ekki með neinn hámarksfjölda verkefna sem það styrkir á ári og engar reglur um það hversu margir flugmiðar eru gefnir út á ári vegna verkefnisins eða hversu langur tími líður milli úthlutana.

Stjórn

Stjórn Músík Express árið 2011-2012 er skipuð eftirfarandi aðilum:

- Þorkell Máni Pétursson (formaður)
- Alfa Lára Guðmundsdóttir (IEX)

Varamenn:
- Páll Eyjólfsson (IEX)
- Einar Valur Scheving (ÚTÓN)

Ráðgjafi:
- Borgar Magnason


Úthlutunarreglur

Umsækjendur um samstarf við Músík Express þurfa að uppfylla öll eftirfarandi skilyrði áður en gengið er til formlegs samstarfs:
1. Fyrirhuguð tónleikaferð þarf að fela í sér að minnsta kosti þrenna tónleika sem talið er að orðið geti viðkomandi tónlistarmanni eða tónlistarmönnum til framdráttar og vakið athygli. Ef ekki er um þrjá eða fleiri tónleika að ræða, þarf ferðin að fela í sér þátttöku í stórum tónlistarviðburði, eins og t.d. framkoma á stórum tónlistarhátíðum.
2. Umsókn um samstarf þarf að berast stjórn Músík Express að minnsta kosti mánuði áður en fyrirhuguð tónleikaferð hefst.
3. Tónlistarmenn sem sækja um samstarf þurfa að hafa íslenskt lögheimili.
4. Tónlistarmenn og/eða hljómsveit sem óska eftir samstarfi þurfa að hafa gefið út geisladisk með efni sínu áður en fyrirhuguð tónleikaferð hefst.

 


- Skoða úthlutunarreglur í heild sinni (opnast í nýjum glugga).


Umsóknarform

Vinsamlega fyllið út allar umbeðnar upplýsingar eins ítarlega og kostur er.

Nafn hljómsveitar / tónlistarmanns
Nafn tengiliðar
Netfang tengiliðar
Símanúmer tengiliðar
Kennitala tengiliðar
Dagsetning umsóknar
Hljómsveitarmeðlimir (nöfn og kennitölur allra sem sótt er um styrk fyrir)
Áfangastaður (flug til/frá og dagsetningar)

Lýsing á verkefni
Lýsið því hvernig til stendur að vekja athygli á því að verkefnið sé styrkt af Músík Express. Vinsamlegast skilið inn afriti af fréttatilkynningum, öðru kynningarefni og umfjöllunum fjölmiðla að verkefni loknu.