Polish
Deutsch
Svenska
Dansk
English
Íslenska

FRÉTTATILKYNNING

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að loka öllum flugvöllum við New York fyrir lendingum frá og með hádegi á morgun sunnudag að staðartíma vegna fellibylsins Irene. Vegna yfirvofandi lokunar loftrýmisins hefur Iceland Express neyðst til að fella niður flug til og frá Newark Liberty flugvelli í New York sunnudaginn 28. ágúst.

Farþegar sem bókað áttu flug ýmist til eða frá New York með félaginu þennan dag getur nú valið á milli þriggja kosta:

  • Breytt fluginu yfir á aðra dagsetningu farþegum að kostnaðarlausu.
  • Fært flugið yfir á annan sambærilegan áfangastað okkar.
  • Hætt við bókunina eins og hún leggur sig og mun Iceland Express þá endurgreiða fargjaldið að fullu.

Við biðjum farþega vinsamlega um að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 550 0600 og þá mun einn af þjónustufulltrúum okkar mun gera sitt besta til að svara spurningum þeirra varðandi þessa breytingu. Fulltrúi okkar mun líka aðstoða farþega við að finna nýja dagsetningu fyrir flugið eða hjálpa við að afbóka það.

Þjónustuverið er opið frá kl. 8 til 17 alla virka daga, á laugardögum frá 10:00 til 16:00 og á sunnudögum frá 11:00 til 15:00. Iceland Express er með áætlað flug til og frá New York á mánudag og þriðjudag, svo framarlega sem flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum heimila flugið. Við biðjum farþega að sína því skilning að mikið álag er á þjónustuverinu vegna þessa

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar breytingar kunna að hafa í för með sér og vonum að saman getum við leyst farsællega úr þeim málum sem kunna að koma upp vegna þeirra.

Með vinsemd og virðingu,

Farþegaþjónusta Iceland Express