Charles de Gaulle flugvöllur (einnig þekktur sem Paris Roissy) er stærsti flugvöllurinn sem þjónar Parísarsvæðinu og jafnframt annar fjölsóttasti flugvöllur Evrópu.
Flugvöllurinn er staðsettur23 km norðaustur af París og um hann fara hvorki meira né minna en 200.000 farþegar á dag.
Innritun í flug Iceland Express:
Iceland Express flýgur um flugstöð 3 á Charles de Gaulle flugvellinum.
RER hraðlestin tengir flugvöllinn við miðborg Parísar. Lestir fara á 8 til 15 mínútna fresti og ferðin tekur um 35 mínútur. Leið B fer frá TVG-lestarstöðinni að flugstöð 2 með fjölda tenginga við almenna lestarkerfið, þ.á.m. neðanjarðarkerfi Parísar
Fjöldi valkosta eru í boði varðandi rútuferðir frá flugvellinum. Leið 2 frá Les Cars Air France fer til dæmis frá flugstöð 1 og 2 til miðborgar Parísar á tíu mínútna fresti.
Leigubílar eru til staðar fyrir framan brottfarar- og komusvæði flugstöðvanna. Bílferðin inn til miðborgar Parísar tekur oftast um 45 mínútur, þó umferðarteppur geti hæglega lengt þann tíma upp í tæpar tvær klst.
Bílastæði
Við Flugstöð 1 er bílastæðahús á þremur hæðum og bílastæði utandyra sem samtals taka um 3.000 bíla. Flugstöð 2 býður einnig upp á bílastæði, innan dyra og utan með ríflega 6.000 bílastæðum. Flugvallarskutlur ganga á milli stæða og flugstöðva.
Þú mátt taka með þér eina tösku með allt að 20 kg af innrituðum farangri 10 kg af handfarangri. Hægt er að kaupa aukafarangursheimild, annað hvort við ininritun eða á vefnum hjá okkur. Sérstakar reglur eru um flutning á sérfarangri eins og golfsettum, reiðhjólum og fleira.