Kaupmannahöfn er ein af elstu og fallegustu borgum meginlandsins. Hvort sem þú vilt versla eða borða, fara á söfn, tónleika eða í leikhús þá býður þessi gamla höfuðborg Íslendinga upp á allt sem þarf.
Fyrir þá sem vilja versla er bæði hátíska og lágtíska og allt þar á milli á Strikinu eða einhverri af litlu götunum í nágrenni þess.
Og það er engin ástæða til að borða bara síld og smurbrauð. Kaupmannhöfn er smekkfull af alls kyns veitingahúsum sem jafnast á við það besta í Evrópu, og skemmtileg kaffihús, barir og klúbbar eru á hverju strái.
Kaupmannahöfn á vefnum: