Gautaborg er önnur stærsta borg Svíþjóðar og íbúum hennar þykir hún vera alveg passlega stór. Þrátt fyrir heimsborgaralegan blæ hefur hún sterkan smábæjarsjarma.
Hún er stundum kölluð San Francisco Svíþjóðar enda er mikið af brúm, hæðum, sporvögnum og sjávarréttastöðum í báðum þessum vesturstrandarborgum.
Á sumrin er sjórinn í þægilegu hitastigi til baða og mikið líf á ströndinni og við höfnina í miðborginni. Eyjaklasarnir í flóanum utan við borgina draga að sér gesti allan ársins hring. Hægt er að taka ferjuna og á Vrangö, Brännö, Styrsö, Vargö og jafnvel leigja þar hús eða gista á hóteli.
Gautaborg á vefnum: