Þó Thomas Alva Edison sé eignaður heiðurinn af því að hafa fundið upp ljósaperuna, fer ekkert á milli mála að ljósaperuhöfuðborg heimsins er í Hollandi — já einmitt í Eindhoven.
Raftækjarisarnir hjá Philips hafa dælt út ljósperum frá verksmiðjum sínum í borginni frá því sautjánhundruð og súrkál (nánar tiltekið 1891), og þessir smáu og brothættu hlutir eiga þar af leiðandi sinn trausta sess í sögu hennar.
Í miðborg Eindhoven getur þú ferðast aftur til 19. aldar með því að bregða þér í heimsókn í fyrstu ljósperuverksmiðju Philips, þar sem hægt er að sjá háaldraða handverksmenn að störfum.
Listaspírurnar fá líka sinn skammt af ljósaperunum í Eindhoven. Í Kunstlicht in de Kunst-listasafninu er að finna safn listaverka sem á einn eða annan hátt tengjast raflýsingu. Kveiktu á perunni.