Deutsch
Svenska
Dansk
English
Íslenska
 
Kampavín og konfekt

Himnasending Iceland Express

Fyrir þá sem vilja koma á óvart

Viltu gera flugið ógleymanlegt fyrir vini eða vandamenn? Ef þú þekkir einhvern sem er á leið í flug með okkur og þú vilt koma þægilega á óvart, þá gætum við verið með lausnina tiltæka.

Nú er hægt að bóka himnasendingu með Iceland Express — óvæntan glaðning sem flugliðarnir okkar færa viðkomandi eftir að vélin er komin í loftið.

Glaðningurinn samanstendur af kældri freyðivínsflösku (37,5 cl.) og úrvals konfekti sem fólk getur gætt sér á í háloftunum.

Verðið fyrir þennan pakka er 1.800 krónur og það eina sem þú þarft að vita er nafn viðtakanda, flugnúmer og dagsetning flugs. Þá sjáum við um restina.

Ef þú vilt koma einhverjum farþega þægilega á óvart með kampavíni og konfekti, þá skaltu slá á þráðinn til þjónustuversins okkar í síma 550-0600 eða senda póst á info@icelandexpress.is.