Polish
Deutsch
Svenska
Dansk
English
Íslenska

Breytt flugnúmer frá 1. mars 2006: JXX breytist í FHEHvað breytist?

Frá og með 1. mars 2006 verða fyrstu þrír stafirnir í flugnúmerum Iceland Express FHE, en voru áður JXX.

Þetta þýðir einfaldlega að flug JXX 151 fær flugnúmerið FHE 151; JXX 121 fær flugnúmerið FHE 121; og svo framvegis. Sjá yfirlit yfir öll flugnúmer til London og Kaupmannahafnar hér til hægri.

Athugið að fyrir flug sem fara til eða koma frá Kaupmannahöfn, breytist fyrsti tölustafurinn í þriggja-stafa talnakóðanum líka, úr 1 í 9.


Hvað breytist ekki?

Það eina sem breytist er flugnúmerið þitt. Það eru engar aðrar breytingar á fluginu þínu.


Hvers vegna ný flugnúmer?

Við gerum þessar breytingar vegna þess að við höfum hafið samstarf við svissneska flugrekandann Hello AG í stað JETX ehf. og tekur Hello AG yfir allar lagalegar skuldbindingar JETX ehf. við farþega Iceland Express. Lestu reglur og skilmála okkar


Spurningar?

Hafðu gjarnan samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar um þessar breytingar. Þú getur annað hvort sent okkur póst á info@icelandexpress.is eða haft samband við þjónustuver okkar í síma 550 0600 [opnunartímar og erlend númer].

Frá Reykjavík til Kaupmannahafnar

Morgunflug
JXX 101 > FHE 901
Eftirmiðdagsflug
JXX 103 > FHE 903

Frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur

Eftirmiðdagsflug
JXX 102 > FHE 902
Kvöldflug
JXX 104 > FHE 904

Frá Reykjavík til London

Morgunflug
JXX 153 > FHE 153
Eftirmiðdagsflug
JXX 155 > FHE 155

Frá London til Reykjavíkur

Eftirmiðdagsflug
JXX 154 > FHE 154
Kvöldflug
JXX 156 > FHE 156